Hægeldaður lambahryggur – steiktur í ellefu klukkutíma

 

Hægeldaður lambahryggur. Jólamaturinn í ár var hægeldaður lambahryggur. Safaríkur og silkimjúkur með sykurbrúnuðum kartöflum, rauðrófu- og eplasalati, rauðkáli og sveppasósu.

Hryggurinn beið þiðinn í ísskáp í fjóra daga. Síðan tók ég hann úr ísskápnum, kryddaði með timian, rósmarín, salti og pipar og lét bíða í um klukkustund. Að því búnu fór hann í ofninn á 45-50°C með álpappír yfir og var þar í ellefu tíma. Síðasta korterið tók ég álpappírinn af og hækkaði hitann í 180 til að fá stökka skorpu.

Með hryggnum var drukkið Campo Viejo Gran Reserva spánskt rauðvín

Það má vel mæla með þessari steikingaraðferð

Sykurbrúnaðar kartöflur

Páll, Albert og Bergþór

 

One thought on “Hægeldaður lambahryggur – steiktur í ellefu klukkutíma

  1. Lízt mjög vel á þetta, en 11 tímar eru etv. ekki mjög þægilegur tími. Ef matur á að vera tilbúinn kl. 19 þarf hryggurinn að fara inn kl. 8. Ef til stæði að hafa hann í hádeginu þyrfti hann að fara inn kl. 1 eftir miðnætti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *