Hægeldaður lambahryggur – steiktur í ellefu klukkutíma

 

Hægeldaður lambahryggur. Jólamaturinn í ár var hægeldaður lambahryggur. Safaríkur og silkimjúkur með sykurbrúnuðum kartöflum, rauðrófu- og eplasalati, rauðkáli og sveppasósu.

Hryggurinn beið þiðinn í ísskáp í fjóra daga. Síðan tók ég hann úr ísskápnum, kryddaði með timian, rósmarín, salti og pipar og lét bíða í um klukkustund. Að því búnu fór hann í ofninn á 45-50°C með álpappír yfir og var þar í ellefu tíma. Síðasta korterið tók ég álpappírinn af og hækkaði hitann í 180 til að fá stökka skorpu.

Með hryggnum var drukkið Campo Viejo Gran Reserva spánskt rauðvín

Það má vel mæla með þessari steikingaraðferð

UPPFÆRT: Síðast þegar ég eldaði hrygginn smurði ég hann með þunnu lagi af Dijon sinnepi, kryddaði með timían, rósmarín, salti og pipar og var með hann í 5 1/2 klst í ofninum á 45°C Síðustu mínúturnar hækkaði ég hitann í 200° í rúmar tíu mín eða þangað til skorpan var orðin falleg. Ennþá betri hryggur en hinn fyrri 🙂

Sykurbrúnaðar kartöflur

Páll, Albert og Bergþór

 

14 thoughts on “Hægeldaður lambahryggur – steiktur í ellefu klukkutíma

  1. Lízt mjög vel á þetta, en 11 tímar eru etv. ekki mjög þægilegur tími. Ef matur á að vera tilbúinn kl. 19 þarf hryggurinn að fara inn kl. 8. Ef til stæði að hafa hann í hádeginu þyrfti hann að fara inn kl. 1 eftir miðnætti.

  2. Góða kvöldið, hvernig er með léttreiktan hrygg, elda ég hann á sama hátt og líka hvaða sósa passar með léttreiktum lambahrygg ?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *