Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum. Það upplýsist hér og nú að ég á nokkrar extragóðar tertu- og eftirréttavinkonur. Þær hringi ég í þegar mikið liggur við, t.d. þegar Tobba á matarvef moggans hefur samband og óskar eftir hátíðlegur eftirréttum. Kata er ein þessara vinkvenna, hún tók nú ljúflega í uppskrift.

Lesa meira...

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi

Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi. Í barnæsku þóttu mér Royalbúðingar alveg einstaklega góðir - sérstaklega þessi með karamellubragði - og borðaði þá af mikilli áfergju.

Það er ágætt setja tertuna saman og láta hana standa í 5-7 klst áður en hún er borin á borð. Þannig mýkjast botnarnir, en það er ekki gott að hafa þá of mjúka. Í Matarbúri Kaju fékk ég karamelludropa sem ég setti saman við kremið og fékk þar reyndar líka hindberjadropa sem fór saman við jarðarberjarjómann. Hindberjadroparnir gefa bæði bragð og fallegan lit. Hátiðleg terta sem lætur vel í munni og fer vel á öllum veisluborðum.

Lesa meira...

Jólaævintýri Marentzu Poulsen á Flórunni

Jólaævintýri Marentzu Poulsen á Flórunni. Marentza Poulsen hefur kennt okkur margt. Fyrst man ég eftir henni þegar hún stóð vaktina við jólahlaðborðin á Loftleiðum. Með bros á vör benti hún fólki að fara margar ferðir og blanda ekki öllu saman. Síðan hef ég fylgst með öllu sem frá henni kemur af miklum áhuga.

Lesa meira...

Fegurstu jólagluggarnir í miðbæ Reykjavíkur 2016

Fegurstu jólagluggarnir í miðbæ Reykjavíkur 2016. Það er víða metnaður meðal kaupmanna í miðbænum þegar kemur að jólaútstillingum í búðagluggum. Áður en haldið er inn í búðir er gaman að velta fyrir sér gluggaútstillingum.

Með aðstoð fjölmenns hóps voru valdir fimm fallegustu jólagluggarnir í miðborg Reykjavíkur. Fyrst fékk hópurinn myndir af fjórtán gluggum og hver og einn var beðinn að velja fjóra fegurstu. Stigin voru svo talin saman og hér er niðurstaðan:

Lesa meira...

Borðsiðir og aðrir siðir Íslendinga í augum útlendinga

Borðsiðir og aðrir siðir Íslendinga í augum útlendinga. Spjallaði á léttum nótum um borðsiði okkar og aðra siði í augum útlendinga við heiðurspiltana Gulla Helga og Heimi Karls á Bylgjunni í morgun. Fleira bar á góma eins og kurteisikornflexkökur og eggjahvítukökur sem þeir gúffa í sig í lok viðtalsins. Hér er viðtalið

Lesa meira...