Óþrifnaður og vinnuálag eldhússtúlkna

Óþrifnaður og vinnuálag eldhússtúlkna. Það er því miður algengt, að eitt af aðaleinkennum eldhússtúlkunnar er óhreinar hendur og kolkrímótt andlit. Satt er það, þær verða að standa í mörgu, hella úr koppum og kyrnum, þvo gólfin, sækja kol og mó og tað, fást við sótuga potta og fleira, en engu að síður er þessi óþrifnaður óhafandi, þó í eldhúsi sé, og jafnvel miklu síður þar. Eldhússtúlkunum er venjulega vorkunn, þó þær séu sóðalegar, því opt er heimtað af þeim óhæfum og ólærðum heilmikið starf, sem heimtar vandlega tilsögn og æfingu.

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur – 1916

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *