Lerkisveppasósa úr íslenskum lerkisveppum

Lerkisveppasósa úr íslenskum lerkisveppum. Nú er tími lerkisveppanna. Samkvæmt mínum heimildum er aðeins hægt að fá ferska íslenska lerkisveppi í einni búð á höfuðborgarsvæðinu. Þeir fást í Matarbúri Kaju á Óðinsgötu – og fást líka þurrkaðir þar. Lerkisveppir eru mjög bragðgóðir.

Í matinn hjá okkur var grænmetissnitsel með lerkisveppasósu. Eftir að hafa brúnað snitselið á pönnu voru ca tíu sveppir steiktir á sömu pönnu (hún var ekki þrifin á milli) í rúmri matseið af smjöri og um tveimur af olíu. Auk sveppanna steikti ég hálfa gula papriku í bitum og bætti svo við salti, pipar, smá sinnepi, teskeið af tómatpuré og einni matskeið af hrútaberjahlaupi. í lokin fóru svo 2 dl af rjóma saman við. Þetta sauð í um mínútu og þá fór snitselið saman við sósuna.

Auk sósunnar er kjörið að nota lerkisveppina í svepparisottó og í sveppasúpu.

Annars er ótrúlegt útval af grænmeti og öðru í Matarbúri Kaju eins og sjá má hér að neðan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *