Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka heitur réttur í ofni brauðréttur bakaður
Texmex-heitur réttur í ofni

Texmex-heitur réttur í ofni. Heitir réttir í ofni standa alltaf fyrir sínu og hafa glatt þjóðina í áratugi. Hver hefur ekki upplifað í veislum að heitu réttirnir virðast gufa upp eins og dögg fyrir sólu og klárast yfirleitt fyrstir. Það er afar auðvelt að fá matarást á Halldóru systur minni, það þekkja þeir fjölmörgu sem hafa borðað hjá henni í gegnum tíðina. Hér galdrar hún fram heitan rétt með Texmex osti, rétt sem tekur stutta stund að undirbúa og aðeins þarf að baka í korter. Hentugt fyrir fólk sem er á hraðferð. Einnig er uppskrift neðar að súkkulaðieggjaköku.

FLEIRI HEITIR RÉTTIR#2017Gestabloggari 45/52

Texmex-heitur réttur í ofni
Texmex-heitur réttur í ofni

Texmex-heitur réttur í ofni

250 gr Texmex smurostur

3 dl rjómi

1/2 teningur kjúklingakraftur

Hitað saman í potti þangað til osturinn er uppleystur

9 brauðsneiðar í teningum sett í eldfast mót og ostasósan sett yfir þar ofaná

400 gr skinka, brytjuð

100 gr pepperóni, skorið

100 gr rifin ostur

Setjið skinku, pepperóni og loks rifinn ost yfir og bakið við 160°c í 15 mín

 

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka
Súkkulaðieggjakaka

Súkkulaðieggjakaka. Svo afþví að ég er stundum ofvirk í eldhúsinu og er með kaffiboð í kvöld þá sendi ég þér smá auka

Súkkulaðieggjakaka

Súkkulaðieggjakaka

200 gr smjör

150 gr suðusúkkulaði

150 gr rjómasúkkulaði með Bismark

5 egg

1/2 tsk salt

Bræðið saman í potti súkkulaði og smjör við vægan hita

Egg og salt hrært saman við ekki þeyta en fá slétta og samfellda áferð bakað í 20 mínútur á 150°c

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.