Þjónaskólinn – Margrét Rósa

Þjónaskólinn. Margrét Rósa Einarsdóttir, sem margir kannast við eftir áralangt farsælt starf hennar í Iðnó, hefur stofnað þjónaskólann. Þar þjálfar hún starfsfólk veitingahúsa sem gengur um beina. Í uppgangi síðustu ára hefur veitingafólki gengið misvel að fá til sín gott fólk með ljúfa þjónustulund.

Þjónustustarfið á veitingahúsum er ekki síður mikilvægt en starf kokkanna. Það er kjörið að senda ófaglærða þjóna á námskeið til Margrétar Rósu.

Lesa meira...

Pitsusósa – Pizza pronto

Pitsusósa - Pizza pronto. Eitt besta „aukaheimilistæki" sem til hefur verið hér á bæ er lítill pitsuofn, hann skilaði sínu vel og var óspart notaður. Þá áttum við oft deig og pitsusósu í ísskápnum og þá var hægt að útbúa pitsu með litlum fyrirvara. Síðan bræddi elsku pitsuofninn úr sér og var sárt saknað.....

Það er nú ekki svo mikið mál að útbúa pitsusósu. Þegar pitsur urðu vinsælar hér fyrst var hægt að kaupa pitsusósu sem hét Pizza Pronto - óskaplega þægilegt og mig minnir að það hafi líka bragðast ágætlega. Kannski fæst Pizza Pronto ennþá. Víða eru pitsusósur enn kallaðar Pissa Prontó, við skulum ekki hætta því.

Lesa meira...

Sesamostastangir

Sesamostastangir. Fyrir stórafmæli Signýjar á dögunum bað hún nokkra gesti að létta undir með því að koma með veitingar á kaffiborðið. Mjög gott fyrirkomulag og þægilegt. Það sem kallað hefur verið Pálínuboð. Kata Finnboga kom með sesamostastangir og stóran Brie ost með. Hún tók vel í að deila uppskriftinni og tók fram að stangirnar yrðu bestar með því að nota bragðmikinn ost í deigið.

Lesa meira...

Hábítur í Perlunni – Út í bláinn

Út í bláinn í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar í Reykjavík hefur verið breytt mikið, matsölustaðurinn Út í bláinn er sunnan megin og Kaffitár er norðan megin. Já og gólfið snýst núna aðeins á kvöldin. Við skelltum okkur í vel útilátinn hábít í Perlunni á nýja veitingastaðinn Út í bláinn. Hábítur er brunch, eða hádegismatur og árbítur í einu orði.

Lesa meira...

Cordon Bleu a la Pabbi – Ari Ólafs söngvari

Cordon Bleu a la Pabbi. Ari Ólafsson hefur skotist upp á stjörnuhimininn með laginu Our Choice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Röddin er ekki bara glæsileg, heldur hefur hann óvenjulegt raddsvið upp á háaloft og niður í kjallara, en fólk hefur ekki síður heillast af framkomu hans og einstakri útgeislun. Ég spurði Ara hver væri uppáhaldsmaturinn hans. Hann sagðist ekki enn vera mikill kokkur, en Cordon bleu, „eins og pabbi gerir“ væri í algjöru uppáhaldi.

Lesa meira...