Konfektterta – ein sú allra besta

Konfektterta, konfekt, kókosmjöl nammikaka nammiterta páskar páskaterta veisluterta terta kaka súkkulaðikrem kókos þorgrímsstaðir kaka marengs
Konfektterta er ein sú allra besta

Konfektterta – ein sú allra besta

Í minningunni voru konfekttertur í öllum barnaafmælum já og bara í öllum kaffiveislum í gamla daga. Kókosmjöl hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þarf nú varla að taka fram að mér þótti þessi terta hið mesta lostæti – og finnst ennþá. Í sumum uppskriftum eru botnarnir bakaðir á lágum hita í langan tíma, eins og marengs. Sjálfum finnst mér betra að baka á frekar háum hita og hafa botnana mjúka inní þegar þeir koma úr ofninum.

Bakið Konfekttertu og ég get lofað því að það verður ekki ein sneið eftir.

KONFEKTTERTURTERTURKÓKOSMJÖLKONFEKT

.

Konfektterta
Baksturinn undirbúinn

Konfektterta

6 eggjahvítur

200 g flórsykur (1 1/2 b)

200 g kókosmjöl (2 2/3 b)


6 eggjarauður

100 g flórsykur (tæplega bolli)

130 g súkkulaði (ljóst og dökkt til helminga)

130 g smjör

Konfektmolar

Botnar: Aðskiljið eggin og þeytið hvíturnar með flórsykrinum og þeytt þar til blandan er stífþeytt. Bætið kókosmjölinu saman við með sleif. Leggið kringlóttan disk á bökunarpappír og teiknið tvo hringi.
Setjið deigið þar á og bakið við 180°C í um 25 mín(fer eftir ofnum eins og alltaf)

Krem: Bræðið súkkulaðið og smjör í vatnsbaði og látið kólna aðeins. Þeytið eggjarauður og flórsykur vel saman. Hellið varlega saman við eggjablönduna og hrærið vel saman.
Setjið hluta af kreminu á milli botnanna og smyrjið afganginum ofan á tertuna.

Skreytið með konfektmolum

Konfektterta
Konfekttertan góða
Brugðið á leik með sneið af konfekttertunni

.

KONFEKTTERTURTERTURKÓKOSMJÖLKONFEKT

— KONFEKTTERTA – EIN SÚ ALLRA BESTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.