Villisveppa rísottó

Villisvepparísottó hjá Matarklúbbnum Albert Villisveppa rísottó, Kjartan vídó, Ásgeir Páll, Hlöðver Sigurðsson, Albert Eiríksson, matarklúbburinn Albert, sveppir, risottó, matarklúbbur austurríki
Villisvepparísottó hjá Matarklúbbnum Albert

Villisvepparísottó hjá Matarklúbbnum Albert

Ekki veit ég hvernig á því stóð að nokkrir tápmiklir ungir menn, sem allir stunduðu nám á sama tíma í Austurríki, stofnuðu matarklúbb og nefndu Albert mér til heiðurs. Þetta var á fyrstu árum aldarinnar. Oftast var það þannig að eftir matinn og þegar líða fór á kvöld hringdu þeir í mig, voru þá komnir lítið eitt við skál og báru upp hinar ólíklegustu spurningar. Veisla klúbbsins er hér.

🍄

RÍSOTTÓSVEPPIRVILLISVEPPIRMATARKLÚBBURAUSTURRÍKI

🍄

Villisveppa rísottó

Dós af þurrkuðum villisveppum (ca 25 g)
1 askja af Flúðasveppum
hálfur laukur
ca 3 dl hvítvín
ca 5 dl soð (sveppa eða kjúklinga)
1 b risottó-grjón
parmesan ostur
ólífuolía og steinselja

Þurrkuðu sveppirnir settir í skál og sjóðandi vatni hellt yfir. Vatnið er svo hægt að nota sem part af soðinu enda kemur guðdómlegt bragð af sveppunum í vatnið. Olía sett í pott og laukur skorinn smátt niður. Laukurinn svitaður við miðlungshita í nokkrar mínútur, passið að brenna hann ekki. Villisveppirnir teknir út vatninu, skornir gróft og bætt út í pottinn ásamt niðurskornum Flúða sveppunum. Hækkið aðeins hitann undir pottinum og steikið sveppina í olíunni í nokkrar mínútur.
Rísottó grjónum bætt út í og hrærið stöðugt í fyrstu mínúturnar og leyfið grjónunum drekka í sig olíuna og sveppina. Bætið góðum slurk af hvítvíni út í og leyfið að sjóða niður og þarna er mikilvægt að kokkurinn bragði hvítvínið líka. Hrærið reglulega í rísottóinu. Hellið soði af og til soði yfir grjónin og svo má líka gefa þeim smá hvítvín að drekka af og til. Fylgjast þarf vel með grjónunum. Í lokin finnst mér best að grjónin séu vel blaut og því gef ég þeim svolítið soð 2-3 mínútum áður en ég ber rísottóið fram og set smá smjör og parmesan ost í pottinn og hræri stöðugt í.
Þegar þetta er borið fram þá set ég yfir parmesanost ásamt smá olífuolíu og ferskri steinselju.

Matarklúbbsmeðlimir

🍄

RÍSOTTÓSVEPPIRVILLISVEPPIRMATARKLÚBBURAUSTURRÍKI

🍄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.