Sérvéttumenning á mjög lágu stigi

Guðrún Á. Símonar vissi hvað hún söng, henni er ekki skemmt eins og sjá má í meðfylgjandi grein sem hún fékk birta í Morgunblaðinu í janúar 1968. „Því miður er sérvéttumenning á mjög lágu stigi hérna." Á hálfri öld hefur fjölmargt breyst bæði hvað varðar munnþurkur og borðsiði

Lesa meira...

Apótekshádegi og borðsiðanámskeið

Apótekshádegi og borðsiðanámskeið. Marsibil söng eftirminnilega Einu sinni á ágústkvöldi með afa sínum í sextugsafmæli hans í Eldborg um daginn. Að launum fékk hún m.a. út af borða með öfum sínum og námskeið í borðsiðum á Apótekinu. Allt gekk þetta vel, enda er hún svo sem ágætlega að sér í borðsiðum, en alltaf er hægt að rifja upp og bæta sig. Við fórum yfir hvernig er skálað, hvað við gerum við servíettuna, hvernig haldið er á hnífapörum og margt annað. Drögum ekki að kenna börnum góða borðsiði og kurteisi. Þau elska svona reglur.

Lesa meira...

Hvernig á alls ekki að hegða sér á jólahlaðborði?

Nú fer að bresta á með jóla­hlaðborðum og marg­ur veit­ingamaður­inn far­inn að signa sig við til­hugs­un­ina. Hinn stórfíni matarvefur Morgunblaðsins birti pistil um hvernig á ekki að haga sér á jólahlaðborðunum sem eru að mörgu leiti mjög áhuga­vert fyr­ir­bæri en þar mætir fólk og gæðir sér á því allra besta sem jól­in hafa upp á að bjóða. Flest­ir haga sér vel og oft­ast geng­ur kvöldið vel fyr­ir sig en samt eru ákveðnar týp­ur sem mæta alltaf í veisl­una og þær eru:

Lesa meira...

Er matarboð framundan? Sex atriði sem gott er að hafa í huga

Borðsiðir og kurteisi taka breytingum með tímanum en hin almenna regla ekki; að taka tillit til annarra. Borðsiðir eru mikilvægir til þess að öllum líði vel hvort sem um er að ræða matarboð í heimahúsi eða málsverð á veitingahúsi.

Létt og gott andrúmsloft eru undirstaða borðsiða, en að auki er ekki verra að hafa hin praktísku atriði á hreinu, svo sem eins og að halda á glasi, hnífapörum og þess háttar, en það kemur samt aldrei í staðinn fyrir aðalatriðið, þ.e. hlýlegt og skemmtilegt andrúmsloft. Hér verður fjallað um praktísku hliðina, það veitir visst öryggi að hafa þessi atriði á hreinu, þau eru einföld, en eins og í öllu öðru, skapar æfingin meistarann.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Lesa meira...

Klósettpappírinn er búinn!

Klósettpappírinn er búinn! Þegar líður að lokum klósettdvalar getur verið vandræðalegt að uppgötva að klósettpappírinn er búinn. Heimilismeðlimir setja nýja rúllu þegar sú síðasta klárast, en ef við erum gestir er sjálfsögð kurteisi að láta gestgjafa vitað að pappírinn sé búinn. Þetta á við um heimahús, kaffihús, veitingahús og fleiri slíka staði. Þessi litla en mikilvæga tilkynning þarf ekki að gerast með neinum tilþrifum og óþarfi að aðrir gestir heyri hana. Við látum líka vita ef eitthvað vantar eða er í ólagi á snyrtingunni. Sköpum ekki vandræðalegar stundir fyrir fólk sem kemur á eftir okkur á klósettið.

Lesa meira...

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi. Frá upphafi síðasta árs hafa á blogginu birst færslur um borðsiði, kurteisi og annað slíkt. Við vinnslu þessara pistla naut ég velvildar fjölmargra sem lásu yfir og gáfu góð ráð. Sjálfur hef ég lært heil óslöp. Síðustu mánuði hef ég farið víða og haldið, mér til mikillar ánægju, fyrirlestra um mat, áhrif matar, borðsiði og kurteisi. Myndirnar eru teknar á fyrirlestri hjá Starfsmannafélagi Hagstofunnar, þar voru líflegar umræður, áhugasamir þátttakendur og gaman.

Lesa meira...

Fermingarundirbúningur, -gjafir og nokkur góð ráð fyrir fermingarbörn, foreldra og aðra

Fermingarundirbúningur, -gjafir og nokkur góð ráð fyrir fermingarbörn, foreldra og aðra. Það er að mörgu að huga varðandi fermingarundirbúning og fermingarveislur. Það er eins með fermingar veislur og aðrar veislur: Skipulagið er mikilvægt og allur undirbúningur. Í mínu ungdæmi var oft talað um að við fermingu væru börnin komin í tölu fullorðinna. Nú er sem betur fer öldin önnur og börnin fá að vera börn áfram.

Lesa meira...