Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis. Í þá gömlu góðu daga þegar Sumargleðin fór um landið og skemmti fórum við alltaf í yfirfullt félagsheimilið heima og veltumst þar um af hlátri. Söngkona sveitarinnar Þuríður Sigurðardóttir hló líka alltaf manna hæst og skemmti sér greinilega mjög vel með „köllunum" í Sumargleðinni. Þuríður hefur gert ýmislegt fleira en syngja, verið í fjölmiðlum og flugfreyja svo eitthvað sé nefnt. Um aldamótin lét hún stóra drauminn rætast og lærði myndlist og útskrifaðist úr Listaháskólanum. Auk þess að mála undurfögur listaverk heldur hún námskeið á vinnustofunni sinni. Á dögunum hitti ég Þuríði og nefndi við hana hvort hún vildi vera gestabloggari og baka kannski eina köku og gefa uppskrift að henni. Söngkonan glaðlega hugsar stórt eins og sjá má á myndunum og bakaði ekki bara eina köku - hún hélt glæsilegt kaffisamsæti ásamt eiginmanni sínum Friðriki Friðrikssyni.

Lesa meira...

Pippterta frá Guju Begga

Pippterta. Guja Begga, eða Guðríður Bergkvistsdóttir, er ein af fjölmörgum konum sem ég hef matarást á - eða samt aðallega tertuást. Um árið bakaði hún fyrir mig Rasptertu og ég gerði mér upp erindi daginn eftir til að fá meira af tertunni. Núna bakaði Guja Pipptertu sem auðvitað bragðaðist vel eins og allt sem hún galdrar fram.

Lesa meira...

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu. Á Gestgjafaárum mínum fannst mér skemmtilegast að fara í matarboð og skrifa um þau. Eitt af eftirminnilegri matarboðum var hjá nýlega stofnuðum strákamatarklúbbi sem kallaði sig Flottræfilsfélagið, gáskafullir ungir menn sem létu greinilega allt flakka þegar þeir hittust. Auk þess að hittast til skiptis hver hjá öðrum fara þeir stundum út að borða saman og smakka vín og annað skemmtilegt. Orri Huginn er leiðtogi hópsins þegar kemur að því að finna uppskriftir og prófa. Hann tók vel í að kalla piltana saman og halda enn eitt glæsimatarboðið og Bragi tók myndirnar.

Lesa meira...

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka

Texmex-heitur réttur í ofni. Heitir réttir í ofni standa alltaf fyrir sínu og hafa glatt þjóðina í áratugi. Hver hefur ekki upplifað í veislum að heitu réttirnir virðast gufa upp eins og dögg fyrir sólu. Það er afar auðvelt að fá matarást á Halldóru systur minni, það þekkja þeir fjölmörgu sem hafa borðað hjá henni í gegnum tíðina. Hér galdrar hún fram heitan rétt með Texmex osti, rétt sem tekur stutta stund að undirbúa og aðeins þarf að baka í korter. Hentugt fyrir fólk sem er á hraðferð. Einnig er uppskrift að súkkulaðieggjaköku.

Lesa meira...

Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar - jólalegar smákökur. Karl Indriðason er rúmlega þrítugur Breiðdælingur sem kallar ekki allt ömmu sína og gaman að segja frá því að hann er Fáskrúðsfirðingur í föðurætt. „Ég er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Hef frá unga aldri haft áhuga á bakstri og matreiðslu og hef meðal annars starfað við það. Hef einnig brennandi áhuga á hönnun og húsbúnaði, kalla mig oft húsbúnaðarperra, auk þess hef gaman af útiveru með heimilshundinum og gríp í heklunálina þegar tími gefst" Karl og eiginmaður hans Benedikt Jónsson hafa verið búsettir á Breiðdalsvík í tæp 5 ár, þar á undan var hann búsettur á Spáni í 9 mánuði. Í dag starfar Karl sem þvottahússtjóri hjá Þvottaveldinu ehf.

Lesa meira...

Hollenskir möndluklattar – Gevulde koek

Hollenskir möndluklattar – Gevulde koek. Bergdís frænka mín var nýlega í Amsterdam og fékk dýrindis möndluklatta á kaffihúsi einu. „Þegar ég borðaði klattann rifjaðist upp fyrir mér að í þau tvö fyrri skipti sem ég hef komið til Hollands þá var ég sérstaklega hrifin af þessum klöttum.

Lesa meira...

Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar" Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)

Lesa meira...

Bergþór Bjarnason Francheteau með matarboð í Frakklandi

Vestmannaeyjingurinn Bergþór Bjarnason Francheteau hefur búið í Frakklandi í fjölmörg ár, hann tók ljúflega í að verða gestabloggari „Í upphafi ætlaði ég að hafa suðræna stemningu á borðum enn svo blandaðist þetta allt saman og á endanum var ögn af Íslandi á boðstólum í bland við suðrænt og fleira. Við Olivier, maðurinn minn, vorum nýlega heima að halda upp á áttræðisafmæli pabba og því dáltítið af íslenskum vörum í ísskápnum.

Lesa meira...

Veisla í Hveragerði í boði Betu Reynis

Frá því í haust hef ég reglulega hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing. Saman höfum við grandskoðað mataræði mitt með það fyrir augum að lifa betra lífi. Beta Reynis tók ljúflega áskorun að vera gestabloggari - það vafðist nú ekki fyrir henni frekar en annað „Í Hveragerði búa mætir vinir mínir og ég er svo heppin að þau hafa mikla trú á matargerð minni og hafa sýnt það og sannað að matarást er fullkomin ást. Soffía Theodórsdóttir og maðurinn hennar Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Denni eins og hann er kallaður, búa í fallegu húsi með opið eldhús og er óendalega gaman að elda hjá þeim og taka þátt í gleðinni þegar þau halda boð."

Lesa meira...

Brauðsúpa, gamaldags, góð brauðsúpa frá Láru Vigga

Brauðsúpa, gamaldags góð brauðsúpa frá Láru Vigga. Svei mér þá, ég held að langflestir sem ég þekki eigi góðar minningar frá rúgbrauðssúpum á árum áður. Dugnaðarhjónin Björg Hjelm og Óðinn Magnason reka Café Sumarlínu á Fáskrúðsfirði og hafa gert í fjölmörg ár. Þegar ég bað Björgu um að vera gestabloggari var ég viss um að hún mundi útbúa tertu, þið vitið svona tertu með gómsætu kremi og ýmsu góðu því hún er m.a. fræg fyrir terturbakstur. En ég veit að brauðsúpan sem hún útbjó eftir uppskrift, og með góðri aðstoð mömmu sinnar er ljúffeng og bragðast afar vel.

Lesa meira...