Möndlugrauturinn og möndlugjöfin

Möndlugrauturinn. Í mínu ungdæmi var möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag. Sem er fínn tími. Allir taka hraustlega til matar síns og klára örugglega af diskunum í von um að finna möndluna. Hér er skotheld aðferð til að elda grautinn þannig að hann brennur ekki við og verður silkimjúkur. Einnig eru ráð hvernig á að afhýða möndlur fyrir grautinn, svona ef einhver hefur gleymt að kaupa afhýddar möndlur.
Lesa meira...

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis. Í þá gömlu góðu daga þegar Sumargleðin fór um landið og skemmti fórum við alltaf í yfirfullt félagsheimilið heima og veltumst þar um af hlátri. Söngkona sveitarinnar Þuríður Sigurðardóttir hló líka alltaf manna hæst og skemmti sér greinilega mjög vel með „köllunum" í Sumargleðinni. Þuríður hefur gert ýmislegt fleira en syngja, verið í fjölmiðlum og flugfreyja svo eitthvað sé nefnt. Um aldamótin lét hún stóra drauminn rætast og lærði myndlist og útskrifaðist úr Listaháskólanum. Auk þess að mála undurfögur listaverk heldur hún námskeið á vinnustofunni sinni. Á dögunum hitti ég Þuríði og nefndi við hana hvort hún vildi vera gestabloggari og baka kannski eina köku og gefa uppskrift að henni. Söngkonan glaðlega hugsar stórt eins og sjá má á myndunum og bakaði ekki bara eina köku - hún hélt glæsilegt kaffisamsæti ásamt eiginmanni sínum Friðriki Friðrikssyni.

Lesa meira...

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....

Lesa meira...

Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar - jólalegar smákökur. Karl Indriðason er rúmlega þrítugur Breiðdælingur sem kallar ekki allt ömmu sína og gaman að segja frá því að hann er Fáskrúðsfirðingur í föðurætt. „Ég er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Hef frá unga aldri haft áhuga á bakstri og matreiðslu og hef meðal annars starfað við það. Hef einnig brennandi áhuga á hönnun og húsbúnaði, kalla mig oft húsbúnaðarperra, auk þess hef gaman af útiveru með heimilshundinum og gríp í heklunálina þegar tími gefst" Karl og eiginmaður hans Benedikt Jónsson hafa verið búsettir á Breiðdalsvík í tæp 5 ár, þar á undan var hann búsettur á Spáni í 9 mánuði. Í dag starfar Karl sem þvottahússtjóri hjá Þvottaveldinu ehf.

Lesa meira...

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017. Nýlega fór fram hin árlega smákökusamkeppni Kornax. Fjölmargar dásamlega góðar smákökur kepptu og dómnefndinni var mikill vandi á höndum. Eftir að hafa fækkað niður í tuttugu voru þær smakkaðar aftur og gefin stig. Að því búnu voru stigin talin og hér er topp 4 listinn

Lesa meira...

Hollenskir möndluklattar – Gevulde koek

Hollenskir möndluklattar – Gevulde koek. Bergdís frænka mín var nýlega í Amsterdam og fékk dýrindis möndluklatta á kaffihúsi einu. „Þegar ég borðaði klattann rifjaðist upp fyrir mér að í þau tvö fyrri skipti sem ég hef komið til Hollands þá var ég sérstaklega hrifin af þessum klöttum.

Lesa meira...

Piparsveinar – 1.sæti í smákökusamkeppni Kornax 2017

Pip­ar­svein­ar Ástrós Guðjóns­dótt­ir gerði sér lítið fyrir og sigraði í Smákökusamkeppni Kornax í ár. Í viðtali í Morgunblaðinu seg­ir Ástrós að hug­mynd­in að kök­un­um hafi kviknað í hálf­gerðri til­rauna­starf­semi. „Ég var ný­kom­in heim til Íslands og pip­ar­kúl­urn­ar frá Nóa voru ný­komn­ar á markað. Mér finnst þær æðis­leg­ar og fyrsta skrefið var kara­mell­an sjálf. Síðan bætti ég við botn­in­um og loks hjúpn­um og úr varð þessi fína smákaka,“ seg­ir Ástrós um það hvernig Pip­ar­svein­arn­ir urðu til.

Lesa meira...

Versalakökur – 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2017

Versalakökur - 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2017. Valgerður Guðmundsóttir hreppti annað sætið með Versalakökunum ljúffengu. Fallegar og mjög jólalegar smákökur. Mér fannst eitt augnablik ég vera kominn til Versala þegar ég beit í fyrstu kökuna - apríkósurnar komu skemmtilega á óvart. Hér harmónerar allt vel saman

Lesa meira...