Jólaglaðningur og útskýring í bundnu máli (frá Páli)

Matarjólaglaðningur. Hver hefur ekki lent í vandræðum með að finna gjöf fyrir þá sem „allt eiga"? Gjafir sem eyðast eru stórfínar, líka þær sem er hægt að borða. Undanfarin ár, svona rétt fyrir jólin, höfum við farið í bíltúr og fært nokkrum vinum og ættingjum smá jólaglaðning, matarjólaglaðning. Með fylgir útskýring í bundnu máli eftir tengdapabba, Pál Bergþórsson ásamt jóla- og nýárskveðju. Þetta er hin skemmtilegasta útkeyrsla. Hér má sjá nokkur dæmi

Lesa meira...

Perur soðnar í freyðivíni

Perur í freyðivíni

Perur soðnar í freyðivíni. Margir eiga minningar tengdar niðursoðnum perum úr dós, einu sinni þóttu manni þær stórfínar og eftirsóknarverðar. Jú perutertan góða stendur alltaf fyrir sínu. Perur soðnar í freyðivíni eru himneskar, gjörsamlega bráðna í munni og leika við alla bragðlauka. Einfaldur eftirréttur sem öllum mun líka - áramótaeftirrétturinn í ár

SaveSave

Lesa meira...

Freyðivínshlaup

Freyðivínshlaup

Freyðivínshlaup. Margir eru í vandræðum með eftirrétt um áramótin og vilja gjarnan prófa eitthvað nýtt. Freyðivínshlaup er afar hátíðlegt en minna má á að það er áfengt. Hér er það í staupum en einnig má setja það í eina skál og bera fram með öðrum eftirréttum, svona til að gefa fólki að bragða á. Ástæðan fyrir valinu á Jacob´s Greek í hlaupið er bæði vegna þess að það er fallegt á litinn og bragðgott.

Lesa meira...

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat – algjörlega ómissandi með hátíðarmatnum

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat - algjörlega ómissandi. Ætli þetta sé ekki jólalegasta salat allra tíma. Passar með matnum alla hátíðina, hvort sem við erum að tala um svín, fugl, villibráð, naut, lamb eða hnetusteik. Það er fínt að útbúa salatið með góðum fyrirvara og geyma það í ísskápnum. Njótið í botn og munið að útbúa extra mikið til að narta í seinna.

Lesa meira...

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum. Það upplýsist hér og nú að ég á nokkrar extragóðar tertu- og eftirréttavinkonur. Þær hringi ég í þegar mikið liggur við, t.d. þegar Tobba á matarvef moggans hefur samband og óskar eftir hátíðlegur eftirréttum. Kata er ein þessara vinkvenna, hún tók nú ljúflega í uppskrift.

Lesa meira...

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi

Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi. Í barnæsku þóttu mér Royalbúðingar alveg einstaklega góðir - sérstaklega þessi með karamellubragði - og borðaði þá af mikilli áfergju.

Það er ágætt setja tertuna saman og láta hana standa í 5-7 klst áður en hún er borin á borð. Þannig mýkjast botnarnir, en það er ekki gott að hafa þá of mjúka. Í Matarbúri Kaju fékk ég karamelludropa sem ég setti saman við kremið og fékk þar reyndar líka hindberjadropa sem fór saman við jarðarberjarjómann. Hindberjadroparnir gefa bæði bragð og fallegan lit. Hátiðleg terta sem lætur vel í munni og fer vel á öllum veisluborðum.

Lesa meira...