RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast, en marga vantar þetta mikilvæga steinefni. Á síðustu öld minnkaði magnesíumneyslu um allt að 50% og það er áætlað að aðeins hjá fimmtungi íbúa vesturlanda sé magnesíumforðinn í lagi. Skortur á magnesíum kemur fram í mögum sjúkdómum, svo sem beinþynningu og veikburða beinum/tönnum, hjartasjúkdómum, mígreni, vöðvakrampar, sársaukafullum tíðablæðingum, og jafnvel sykursýki. Úr 100 grömmum af hráu kakói fáum við 550 mg af magnesíum.

Lesa meira...

Hefur matur áhrif á exem?

exem

Matur og exem. Eftir að við tókum mataræði okkar í gegn og fundum á eigin skinni hversu mikil áhrif matur hefur þá jókst áhuginn til muna. Hér á blogginu eru fjölmargar reynslusögur undir Matur læknar. 

Í fræðslumyndbandi um exem er rætt við nokkur ungmenni með exem og barnalækni. Það er ekki að heyra hjá henni að matur skipti neinu sérstöku máli til að halda exemeinkennum niðri. Hún talar aðallega um rakakrem og að sterar séu fyrsta val.

Lesa meira...

Óhefðbundin meðferð við Alzheimers heilabilun

alzheimers-heilabilun

Óhefðbundin meðferð við Alzheimers heilabilun. Á meðan ekki hefur fundist lækning við Alzheimers-sjúkdómnum og lyfin hafa reynst frekar haldlítil en hafa oft óæskilegar aukaverkanir þá leita menn óhefðbundinna leiða. Ýmis náttúruefni hafa verið notuð en með mismunandi árangri en sjúklingurinn hefur engu að tapa. Hér er áhugaverð grein sem Sigmundur Guðbjarnarson skrifaði

Lesa meira...

Þvagsýrugigt – einkenni hurfu með breyttu mataræði

kjot

Þvagsýrugigt - einkenni hurfu með breyttu mataræði. Á dögunum hitti ég mann sem sagði mér frá þvagsýrugigt sem hann þjáðist af til fjölda ára. Þegar hann var verstur vaknaði hann upp á nóttunni með miklar kvalir. Hann fór að lesa sig til og breytti í kjölfarið mataræði sínu, tók út kjöt, kaffi, vín og fleira sýrumyndandi. Við þetta varð hann einkennalaus af gigtinni, án allra lyfja.

Lesa meira...