Mangó- og kasjúhnetubúðingur – silkimjúkur, hollur og ferskur

Mangó- og kasjúhnetubúðingur. Ef þið eruð að leita að einföldum, hollum og fljótlegum eftirréttir sem ekki er hægt að klúðra er svarið hér. Held það sé bara ekki hægt að klúðra þessum eftirrétti. Silkimjúkur, ferskur og hollur. Það má eflaust frysta hann og gera þannig ís. Margrét Jónsdóttir Njarðvík útbú þennan góða eftirrétt þegar hún hélt mjög skemmtilegt matarboð á dögunum

Lesa meira...

þurristaðar hnetur og fræ

þurristaðar hnetur og fræ

Þurristaðar hnetur og fræ. Nathalía Druzin Halldórsdóttir útbjó ægigott Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu, en ekki bara það. „Hinn rétturinn sem ég er með eru þurristaðar hnetur og fræ sem ég salta á pönnunni og raða í kring þurrkuðum ávöxtum, engin uppskrift - bara holl orka."

Lesa meira...

Döðlunammi Elvu Óskar – alveg suddalega gott

Döðlunammi Elvu Óskar. Var svo ljónheppinn að vera „óvart" staddur í Óperunni þegar aðstendur óperunnar Mannsraddarinnar gerðu sér glaðan dag með ýmsu góðgæti (lesist: #éggerðimérferðþangaðþegarégfréttiaföllukaffimeðlætinu) Óperan Mannsröddin (La Voix Humaine) eftir Francis Poulenc, er byggð á samnefndu leikriti eftir Jean Cocteau. Óperan er ljóðrænn harmleikur í einum þætti sem fjallar um síðasta símtal konu til elskhuga síns sem hefur fundið ástina annars staðar.

Lesa meira...

Gulrótaterta með kasjúkremi

Gulrótaterta með kasjúkremi. Hrátertur fara vel í maga og eru hollar með eindæmum. Og öllum líkar, svei mér þá, það er að segja ef fólk fæst til að smakka í fyrsta skipti. Hentar fólki t.d. með eggja-, mjólkur- og glúteinóþol. Ef kakan klárast ekki, hún er jú saðsöm, má alveg frysta hans. Hún tapar ekki gæðum við frystingu. Endilega útbúið hrátertu (og bjóðið í kaffi)

Lesa meira...