Döðlunammi Elvu Óskar – alveg suddalega gott

Döðlunammi Elvu Óskar. Var svo ljónheppinn að vera „óvart" staddur í Óperunni þegar aðstendur óperunnar Mannsraddarinnar gerðu sér glaðan dag með ýmsu góðgæti (lesist: #éggerðimérferðþangaðþegarégfréttiaföllukaffimeðlætinu) Óperan Mannsröddin (La Voix Humaine) eftir Francis Poulenc, er byggð á samnefndu leikriti eftir Jean Cocteau. Óperan er ljóðrænn harmleikur í einum þætti sem fjallar um síðasta símtal konu til elskhuga síns sem hefur fundið ástina annars staðar.

Lesa meira...

Gulrótaterta með kasjúkremi

Gulrótaterta með kasjúkremi. Hrátertur fara vel í maga og eru hollar með eindæmum. Og öllum líkar, svei mér þá, það er að segja ef fólk fæst til að smakka í fyrsta skipti. Hentar fólki t.d. með eggja-, mjólkur- og glúteinóþol. Ef kakan klárast ekki, hún er jú saðsöm, má alveg frysta hans. Hún tapar ekki gæðum við frystingu. Endilega útbúið hrátertu (og bjóðið í kaffi)

Lesa meira...

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil. Grasker eru vanmetin, þau eru bæði holl, góð og falleg. Fann acorn grasker í Gló í Fákafeni, eftir að hafa fræhreinað það tók ég það mesta utan af, síðan var það kryddað og bakað og sætur ilmurinn minnti helst á snúðakökubakstur. Ef þið finnið ekki acorn grasker þá má notast við venjulegt grasker.

Lesa meira...

Grillað og ofnbakað acorn grasker

Grillað og ofnbakað acorn grasker. Í grænmetisdeildinni í Gló í Fákafeni má oft finna grænmeti sem ekki sést í öðrum búðum. Á dögunum sá ég þar grasker sem ég hafði ekki séð áður, acorn grasker. Veit því miður ekki hvað það heitir á íslensku eða yfir höfuð hvort það hefur fengið íslenskt nafn. Stóðst ekki mátið og keypti tvö.

Lesa meira...