Hríseyjarfiskisúpan góða

 

 

Hríseyjarfiskisúpan góða. Víða um Ísland leynast sælkeraáningastaðir sem vert er að stoppa við, líta inn, svala forvitninni, fá sér að borða eða taka með lítilræði. Aðalsteinn Bergdal einkaleiðsögumaður okkar í Hrísey byrjaði á að fara með okkur til Bigga bakara í Eyjakaffi í Brynjólfshúsi í fiskisúpu.  Þau hjónin ákváðu að breyta sumarhúsi sínu í kaffihús. Þarna sátum við næstum því í fjöruborðinu, borðuðum dásemdar fiskisúpu með þorski í sem veiddur var rúmum klukkutíma áður. Með kaffinu á eftir fengum við okkur tertusneiðar sem bakarameistarinn galdraði fram. Gríðarlegur metnaður í Eyjakaffi vel gert.

Lesa meira...

Café París í Austurstræti

Café París í Austurstræti. Nýlega var Café París í miðbæ Reykjavíkur tekið hressilega í gegn og endurskipulagt í einu og öllu. Hið nýja Café París er einkar vel heppnað, Parísarstemningin allsráðandi og mættu gömlu Íslendingastaðirnir í París, eins og Select og Café de Flore herma svolítið eftir. Allt er vandað og gerðarlegt, diskar merktir staðnum, hnífapör vegleg og þjónar bæði frjálslegir og þægilegir og fallega klæddir í hvítum skyrtum með stórar síðar brúnar svuntur. Staðsetningin er auðvitað ein sú besta á landinu og stéttin ein sú veðursælasta, enda fyllist hún við Austurvöll á augabragði, ef sést til sólar og þarf ekki alltaf sólskin til.

Lesa meira...

Silva – fagurgrænn og stórfínn staður

SILVA í Eyjafjarðarsveit. Fyrsta skipti sem ég smakkaði ferskan engifersafa var á Silvu fljótlega eftir að staðurinn opnaði - ég gleymi því aldrei. Kristín tók ráðin í sínar hendur eftir að heilsu hennar fór að hraka, fór á námskeið um áhrif matar, fór í heilsuskóla og eftir að hafa náð heilsu á ný (með hollu og góðu grænmeti) opnaði  hún Silvu árið 2012, og nokkrum árum seinna var farið að bjóða upp á gistingu.

Lesa meira...

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Fyrir ári síðan opnaði Fríða Gylfadóttir súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Fríða gaf uppskrift fyrr á þessu ári. Við heimsóttum hana og urðum gjörsamlega orðlausir - þarna er allt til fyrirmyndar, gæða hráefni og allt vandað og nostrað við. Mjög fallegt kaffihús og greinilegt á öllu að þarna er listakona á ferð. Staðurinn er jafnmikið listaverk og súkkulaðið. Í öllum bænum komið við hjá Fríðu á Siglufirði.

Lesa meira...

Bestu veganborgararnir á Íslandi

Bestu veganborgararnir á Íslandi. Á fasbókinni er mjög virkur og fræðandi hópur sem nefnist Vegan Ísland. Þar var nýlega varpað fram spurningunni hvar væri hægt að fá bestu vegan borgarana. Langflestir nefna að bestu veganborgararnir séu á Bike Cave í Skerjafirðinum. Á dögunum fór ég á þangað til að smakka borgarann sem fær flest stig. Veitingastaðurinn Bike Cave var opnaður fyrir tveimur árum í Skerjafirðinum og nýlega var opnaður staður í Hafnarborg í Hafnarfirði. Gaman frá því að segja að Lúxusborgarinn á Bike Cave er mjög góður og vel má mæla með honum. Svo skemmir nú ekki fyrir að umhverfið er harla óvenjulegt. Piltarnir sem afgreiddu mig voru með allt á hreinu og framreiddu góðan borgara.

Lesa meira...

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði – einn sá allra besti

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði. „Ég held ég hafi ekki smakkað annan eins mat þessi 94 ár sem ég hef lifað“, sagði tengdapabbi við meistarakokkinn Jaouad Hbib frá Marokkó.

Drífið ykkur til Siglufjarðar og njótið þess að borða marokkóskan mat – þið sjáið ekki eftir því.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Lesa meira...

Marshall restaurant á ferskum Grandagarði

Marshall restaurant. Glaðir vorvindar geysast um Grandann í Reykjavík og miðbærinn hefur nú teygt sig alla leið þangað. Marshall restaurant í samnefndu húsi er hluti af nýjum ferskum Grandagarði.

Á fyrstu hæðinni í Marshall húsinu er rúmgóður veitingastaður, hann er bjartur enda stórir gluggar í báðar áttir. Yndislegt útsýni er yfir höfnina þar sem bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla inn og út. Fín hnífapör og hvítar tauservíettur, alltaf segir það nú sitthvað um staðinn og sem fyrstu áhrif sem maður fær á tilfinninguna fyrir því að hér sé vandað til verka.

Lesa meira...

Matwerk á Laugavegi – nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi

Matwerk á Laugavegi - nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi. Veitingastaðurinn Matwerk er á Laugavegi 96, rétt fyrir neðan gatnamót Laugavegar og Snorrabrautar. Þar er ný-íslensk matreiðsla með laufléttum fusion snúningi í smáréttastíl. Á staðnum er gott úrval af kokteilum, léttvínum og bjór. Þarna er notaleg stemming og falleg list á veggjum, hlýir jarðlitir og viður. Á Matwerki er íslenskt hráefni og þar er unnið með íslenskar hugmyndir og hráefni, eins og steiktur fiskur dagsins (spari,spariútgáfa af heimilisfiski) og skyr með brulée. Yfirmatreiðslumaður á Matwerki er Stefán Hlynur Karlsson og hjá þeim er látlaus og þægileg þjónusta.

Lesa meira...

Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Hverfisgata - veitingahúasagatan í Reykjavík. Það er ævintýralegt að fylgjast með uppbyggingu Hverfisgötunnar í Reykjavík, við búum í grenndinni og höfum fylgst með Hverfisgötunni breytast úr óspennandi og drungalegri götu yfir í nútímalegt stræti með iðandi mannlíf og fjölmarga veitingastaði og kaffihús. Uppbyggingunni er langt frá því lokið en matarilminn leggur um alla götuna og við hana er eina veitingahús landsins sem státar af Michelin stjörnu, Dill.

Á dögunum gekk ég Hverfisgötuna og myndaði þau veitinga- og kaffihús sem eru við götuna. Við höfum skrifað um þrjú veitingahúsanna, Mat BarGeira Smart og Essensiu og vorum alsælir með þau öll.

Lesa meira...

MatBar á Hverfisgötu – Framúrskarandi veitingastaður

MatBar á Hverfisgötu – Framúrskarandi veitingastaður

MatBar á Hverfisgötu - Framúrskarandi veitingastaður. Afslöppuð og heimilisleg upplifun, smart hönnun, framúrskarandi matur og persónuleg þjónusta.

Hverfisgatan er óðum að breytast í flottustu veitingahúsagötuna í Reykjavík. Má þar nefna Essensia, Michelin-staðinn Dill og Geira Smart. Nýjasti staðurinn er MAT BAR, sem sómir sér vel með stóru systrum sínum við götuna.

Lesa meira...