Jamie’s Italian á Hótel Borg – stemning, saga, heimilislegt, notalegt, en töff

Jamie’s Italian á Hótel Borg - stemning, saga, heimilislegt, notalegt, en töff.

Þau sem hafa þrautreynt réttina í bókunum hans Jamie Oliver, þekkja höfundareinkennin strax, sítrónubörkur og stökk brauðmylsna er til dæmis einkennandi, en innblásturinn er frá Sikiley, þar sem Jamie dvaldi þar þegar hann var að undirbúa Jamie’s Italy bókina. En það er auðvitað öðruvísi að láta þjóna sér á svona yndislegum stað og í góðum höndum þjónustufólksins. Þau Andrew (frá Kaliforníu hefur verið hér í 15 mánuði og er ótrúlega duglegur að tala íslensku) og Sigrún voru eins og hugur okkar.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Lesa meira...

Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts

Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts. Um daginn fór ég á fund Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings og vildi athuga hvort ekki væri hægt að rýna í mataræðið. Ekki þannig að neitt sérstakt væri að hrjá mig, síður en svo, ég vildi frekar kortleggja stöðuna og sjá hvað Elísabet læsi út úr henni með það fyrir augum að gera betur og lifa betur og líða enn betur. Á fasbókinni koma við og við myndbönd fyrir og eftir heimsóknir til Betu. Fyrsta skrefið eftir okkar fyrsta hitting var að halda matardagbók. Eftir síðasta fund okkar þá hvatti Elísabet mig til að birta matardagbókina

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Lesa meira...

Hollustusalat allra tíma – hörkusalat

Hollustusalat allra tíma. Við erum það sem við borðum er stundum sagt. Hollt og gott salat með laxi, bláberjum, avókadó, valhnetum, grænkáli, chia og góðri olíu er eitthvað sem gerir okkur gott - mjög gott. Munum að líkaminn þarfnast fitu, góðrar hollrar fitu. Þar sem olíur innihalda mismikið magn af nauðsynlegum fitusýrum er gott að eiga og nota nokkrar olíutegundir til skiptis frekar en að nota alltaf sömu olíuna. Basískt, fituríkt og litfagurt salat sem á alltaf við.

SaveSave

Lesa meira...

Sümac á Laugavegi 28 – suddalega góður

Veitingastaðurinn Sümac á Laugavegi 28 einn af þessum demöntum okkar, sem er undir áfhrifum frá dásamlegri matargerð Marokkó og Líbíu. Þetta er kærkomin viðbót í miðbænum. Staðurinn dregur nafn sitt af sümac trénu, sem gefur af sér ber, en þau eru þurrkuð og mikið notuð í þessum löndum. Eldhúsið er opið úr salnum og grillilmurinn er svo lokkandi!

Lesa meira...

Köld gúrkusúpa – botnlaus hollusta og fáar hitaeiningar

Köld gúrkusúpa. Köld gúrkusúpan er sumarleg með silkimjúkri áferð. Heitið á súpunni hljómar kannski ekkert sérstaklega vel í fyrstu - hvorki freistandi né sexý. Sjálfur var ég með efasemdir þegar hún var nefnd við mig fyrst, en trúið mér: súpan er gríðarlega góð, svalandi og frískandi. Í henni eru fáar hitaeiningar og alveg botnlaus hollusta. Á heitum sumardegi nennir enginn að stússast inni í eldhúsinu við matargerð.  Útbúið vel af súpunni því fólk á eftir að borða vel af henni á pallinum á hlýjum sumarkvöldum. Gúrkusúpuna má útbúa með góðum fyrirvara, þess vegna deginum áður.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Lesa meira...

Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Leiðir okkar Sigurlaugar lágu fyrst saman í geysivinsælum matarþætti, sem hún annaðist í útvarpinu. Hún hefur áður komið við sögu hér á síðunni, en við skrifuðum niður KJÚKLINGARÉTT, sem hún sagði frá í útvarpsþætti fyrir margt löngu.

Lesa meira...

Berjahrat má nýta t.d. í múslí og í bakstur

Berjahrat má nýta. Ef þið pressið safann úr berjum, sama hvaða nöfnum þau nefnast, er ástæðulaust að henda hratinu. Hratið má nýta í bakstur, td. hrökkbrauð. Við tíndum sólber um daginn sem enduðu í sultu. Fyrst var soðið upp berjunum og þau fóru síðan í gegnum safapressuna og loks var hratið þurrkað og mulið í matvinnsluvél. Þurrkaða, malaða hratið endaði svo saman við múslíið.

Lesa meira...

Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í öruggum höndum Marentzu Poulsen

Kaffihús Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum. Við fórum í dag og heimsóttum Marentzu Paulsen sem er heldur betur búin að blása lífi í Kjarvalsstaði. Þarna var setið við hvert einasta borð allan tímann sem við dvöldum á staðnum. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar og allar til góðs. Nokkrar breytingar til viðbótar eru á teikniborðinu að sögn Marentzu sem ætlar í vetur að bjóða upp á síðdegiste að enskum sið, Afternoon Tea, fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Já látið ykkur hlakka til.

Lesa meira...

Rabbar barinn – Hlemmur mathöll

Rabbar-barinn á Hlemmi mathöll. Bryndís Sveinsdóttir eigandi tók á móti mér með brosi á vör. Á hverjum morgni fær hún ferskt grænmeti frá íslenskum bændum. Hjá henni er hægt að fá þrjár tegundir af súpum daglega sem framreiddar eru í umhverfisvænum umbúðum. Auk þess er boðið upp á undurgóðar grillaðar humarsamlokur með basildress­ingu, bei­koni og græn­meti. Dásemd samlokanna spyrst hratt út og þann stutta tíma sem ég staldraði við á Rabbar-barnum komu tveir eða þrír starfsmenn í húsinu til að fá samlokurnar góðu.

Lesa meira...