Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri.       Á ferðalagi um landið er áhugavert að stoppa ekki bara í vegasjoppum, þó sjoppur séu ágætar. Viða á minni stöðum er fádæma metnaður í matargerð og oftast matur úr héraði. Með auknum straumi ferðamanna eru fleiri og fleiri staðir opnir allt árið. Verum þakklát fyrir ferðamennina, þeir færa okkur ekki aðeins gjaldeyri, heldur líka fleiri veitingahús, hótel og margt fleira. Einn af þessum metnaðarfullu stöðum við hringveginn er Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Bjart, vingjarnlegt og heimilislegt fjölskyldurekið veitingahús sem vel má mæla með.

Lesa meira...

Kaffiboð hjá Boggu á Núpi

Kaffiboð hjá Boggu á Núpi. Á Núpi í Berufirði búa rausnarbúi Vilborg frænka mín Friðriksdóttir og Björgvin Gunnarsson, betur þekkt sem Bogga og Bói á Núpi. Á leið minni austur á dögunum hringdi ég í Boggu og spurði hvort hún ætti kaffi á könnunni. Já já, hún hélt það nú. Þegar þangað kom beið uppdúkað borð með heimabökuðu góðgæti eins og best gerist á íslenskum sveitaheimilum. Ó hvað er gaman að vera til #ogbjóðaséríkaffi

Lesa meira...

Ítölsk peru- og möndlukaka

Ítölsk peru- og möndlukaka. Það er notalegt að finna ilminn af nýbökuðu kaffimeðlæti, einhver óútskýrð hlýja sem fylgir því. Peru- og möndlukakan er einföld og góð terta sem allir elska hana. Möndlumjölið gefur ljúffengt bragð sem passar vel með perunum. Kökuna má bera fram heita eða við stofuhita. Það má líka minnka smjörið og nota olíu á móti, þannig verður kakan ennþá mýkri og aðeins hollari. Bökum og bjóðum upp í kaffi

Lesa meira...

Skóbót – syndsamlega góð terta

 

Skóbót - syndsamlega góð terta. Á Fasbók er hópur sem heitir Skemmtileg íslensk orð. Um daginn var spurt hvort fólk kannaðist við Skóbót sem nafn á púðursykursmarengs, en hún er alþekkt í Vestmannaeyjum. Margir könnuðust við hana, flestir úr Vestmannaeyjum og uppskriftir voru birtar. Við stóðumst ekki mátið og prófuðum Skóbótina. Hún hvarf svo eins og dögg fyrir sólu!

 

 

Lesa meira...

Hótel Húsafell – unaðsreitur og bragðgóður matur

Hótel Húsafell - unaðsreitur og bragðgóður matur. Það þarf ekki að fara til útlanda til að leita sér upplyftingar í skammdeginu. Hótel Húsafell er friðsæll unaðsreitur í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Þar er dásamlegt að busla í lauginni, fara í heita pottinn og horfa á norðurljós í kyrrðinni, skella sér svo (nakinn) í snjóinn og í heita sturtu.

Lesa meira...

Þorrinn og þorramaturinn – rammíslenskt

Þorrinn og þorramaturinn. Stundum heyrist að þorramaturinn sé skemmdur matur og ekki mönnum bjóðandi, ekki veit ég hvernig sá misskilningur varð til. Hið rétta er að súrsunin er geymsluaðferð sem notuð hefur verið notuð hér á landi í aldir. Súrsun, söltun, þurrkun og reyking eru aðferðir sem voru algengar öldum saman og eru enn. Fólk bjargaði sér í gamladaga og gerir enn.

Verum stolt af íslenska þorramatnum og nýtum enn frekar. Það liggja mörg tækifæri í honum. Hvernig væri að opna veitingahús sem einungis býður upp á þorramat, allan ársins hring. Slíkt mundir slá í gegn hjá ferðamönnum.

Lesa meira...

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings. Við Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur eða Beta eins og ég kalla hana erum búin að hittast reglulega frá því í haust með það að markmiði að skoða mataræði mitt og hvort hægt er að gera betur og þá hvernig. Ástæðan fyrir því að ég fór til Betu var ekki það að eitthvað væri að angra mig sérstaklega, heldur meira að mig langaði að gera sjá með aðstoð næringarfræðings hvort ég væri í alvöru að borða hollt og jafnvel gera nokkrar tilraunir. Við tókum þetta skref fyrir skref

Lesa meira...

Matarborgin Róm á Ítalíu toppar allt og ríflega það

Matarborgin Róm. Vel má mæla með Róm fyrir mataráhugafólk og auk þess drýpur menningin þar af hverju strái og aldagamlar byggingar sjást víða. Segja má að veitingastaðir og kaffihús séu á hverju götuhorni í Rómarborg og rúmlega það. Við Bergþór dvöldum í Róm um áramótin og fórum um borgina að mestu fótgangandi, að meðaltali gengum við um tíu kílómetra á dag. Auðvelt er að fara gangandi á milli helstu ferðamannastaða.

Lesa meira...