Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum. Heiðurshjónin Elísa og Kjartan hlupu Laugaveginn um helgina og komu í mat til okkar í hádeginu – spínatlasagna og blómkálssalat. Það er fátt skemmtilegra en að gefa fólki að borða sem tekur hressilega til matar síns. Í upphaflegu uppskriftinni er spergilkál en það það var því miður ekki til í búðinni. Gæti trúað að gott væri að hafa blómkál og spergilkál til helminga. Á myndinni er Kjartan sá sami og grillaði lambalærið ægigóða hér um árið

Blómkálssalat með rúsínum

6 b blómkál eða spergilkál, saxað gróft

1/2 rauðlaukur, saxaður frekar gróft

1 b rúsínum

1 b sólblómafræ

steinselja

Dressing:

1 b kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um klst

safi úr 1 1/2 sítrónu

2 msk góð olía

1/4 b vatn

ca 1/3 b blaðlaukur, saxaður gróft

1 hvítlauksrif

1 msk gott hunang

smá Dijon sinnep

salt

Setjið allt í matvinnsluvélina og maukið vel. Blandið saman við salatið og látið standa í 1-2 klst áður en er borið á borð.

Elísa og Kjartan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *