Döðlustykki – bragðgóður og mjúkur heilsubiti

IMG_4283

Döðlustykki. Með kaffinu í eftirminnilegri heimsókn í Menningarhúsið Berg á Dalvík fengum við döðlustykki með kaffinu hjá heiðurshjónunum Grétu og Júlla. Óskaplega bragðgóður og mjúkur heilsubiti.

Döðlustykki

1, 5 b smátt skornar döðlur

1,5 b kókosmjöl

1, 5 b dökkt súkkulaði, saxað gróft

1 b hrásykur

5 msk spelt

1, 5 tsk lyftiduft

1,5 msk vannilludropar

1/2 tsk salt

5 msk vatn

3 egg

Blandið öllu saman, látið bíða í 30 mín við stofuhita. Bakið á ofnplötu við 150 gráður í c.a 40 mín. Látið kólna og skorið í litla bita.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *