Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Blinis með rauðrófumauki

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi. Blinis eru litlar ósætar lummur. Ef maður hefur tíma er upplagt að bjóða upp á slíkt áður en gestir setjast til borðs. Hingað komu á dögunum nokkrar elegant konur í síðdegiskaffi fyrir Jólablað Morgunblaðsins. Þegar elegant konur koma við er bara við hæfi að skála í góðu freyðivíni og með því voru blinis með rauðrófumauki og laxi. Óskaplega gott og fagurt.

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Blinis

1/2 b hveiti

1/2 b heilhveiti

1 tsk lyftiduft

salt

2/3 b (soya)mjólk

1 egg

1 msk olía.

Blandið öllu saman og steikið litlar lummur á pönnu. Látið kólna.

 

Rauðrófumauk

150-200 g soðin rauðrófa

 

1 ds mascarpone

1 tsk síróp

1 tsk ólífuolía

1/2 tsk sítrónusafi

salt og pipar

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið þangað til er orðið silkimjúkt. Kælið.

 

Ofan á:

Reyktur lax

steinselja

Sprautið rauðrófumaukinu í hring ofan á bliniskökurnar. Vefjið laxinum upp svo hann myndi rós og setjið ofan í. Skreytið með steinselju.

blinis Jólaboð

Uppskriftin birtist í Jólablaði Morgunblaðsins 2016. Með litfögrum bliniskökunum var skálað í rabarbaradrykk og í Mumm Demi-Sec freyðivíni

Blinis Blinis með rauðrófumauki Blinis með rauðrófumauki mumm-demi-sec

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *